Bollaleggingar á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 10. júní 2021 08:01 Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Svanur Guðmundsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun