Óttast alvarleg atvik vegna stöðunnar á bráðamóttökunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2021 19:30 Mikael Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. VÍSIR/ARNAR Yfirlæknir óttast alvarleg atvik þar sem fólk verði fyrir varanlegum skaða vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Fyrir hádegi í dag dvöldu tíu sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar. Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kemur að yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeila Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. „Staðan er erfið, það eru tíu sem bíða á gangi og við erum á morgni mánudags og það má búast við því að ástandið versni með deginum. Það eru tuttugu í bið eftir að komast inn á deild og sá sem hefur beðið lengst á deilinni er búinn að vera í 56 klukkustundir,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni og bætir við að þetta starfi af innlagnarteppu á spítalanum. Í yfirlýsingu bráðalækna segir að ekki náist skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á deildinni þessa stundina og í sumar. „Mér líður auðvitað mjög illa. Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum bjóða. Það mesta sem ég óttast eru atvik og alvarleg atvik. Sérstaklega þegar líf eða limir eða hreinlega, að fólk gæti orðið fyrir alvarlegum eða varanlegum skaða,“ segir Mikael. Allir séu þó að gera sitt besta við að lágmarka alvarleg atvik. Mikael heldur í vonina um að ástandið batni. „Ástandið er að ná krísu í sumar og stjórn spítalans er búin að leggja fyrir verkefni til allra stjórnenda spítalans um að finna leið til að aðstoða okkur svo að þeir sem koma og leita til okkar fái betri þjónustu,“ segir Mikael. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5. júní 2021 09:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kemur að yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeila Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. „Staðan er erfið, það eru tíu sem bíða á gangi og við erum á morgni mánudags og það má búast við því að ástandið versni með deginum. Það eru tuttugu í bið eftir að komast inn á deild og sá sem hefur beðið lengst á deilinni er búinn að vera í 56 klukkustundir,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni og bætir við að þetta starfi af innlagnarteppu á spítalanum. Í yfirlýsingu bráðalækna segir að ekki náist skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á deildinni þessa stundina og í sumar. „Mér líður auðvitað mjög illa. Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum bjóða. Það mesta sem ég óttast eru atvik og alvarleg atvik. Sérstaklega þegar líf eða limir eða hreinlega, að fólk gæti orðið fyrir alvarlegum eða varanlegum skaða,“ segir Mikael. Allir séu þó að gera sitt besta við að lágmarka alvarleg atvik. Mikael heldur í vonina um að ástandið batni. „Ástandið er að ná krísu í sumar og stjórn spítalans er búin að leggja fyrir verkefni til allra stjórnenda spítalans um að finna leið til að aðstoða okkur svo að þeir sem koma og leita til okkar fái betri þjónustu,“ segir Mikael.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5. júní 2021 09:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5. júní 2021 09:52