„Finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 11:15 Bjarki Már Elísson fagnar í ótrúlegum sigri Lemgo á Kiel í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í síðustu viku. getty/Axel Heimken Bjarki Már Elísson kveðst ánægður í herbúðum Lemgo en hefur áhuga á að reyna sig á stærra sviði. Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira