Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre skrifa 7. júní 2021 08:00 Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun