Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 14:00 Fólk bíður eftir matvælaaðstoð í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. AP/Ben Curtis Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert. Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42
Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19