Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:47 Lögreglan í Hong Kong stöðvaði fólk sem reyndi að fara inn í Viktoríugarð til þess að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar. Getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04