Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:47 Lögreglan í Hong Kong stöðvaði fólk sem reyndi að fara inn í Viktoríugarð til þess að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar. Getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04