Má ég vera ég? Árdís Rut H. Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:31 Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar