Má ég vera ég? Árdís Rut H. Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:31 Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun