Gerum þetta almennilega Drífa Snædal skrifar 4. júní 2021 14:31 Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun