Biden gefur eftir gagnvart öldungadeildinni Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 13:00 Joe Biden lofaði miklum fyrirtækjaskattahækkunum í kosningabaráttu sinni. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur neyðst til að draga nokkuð úr áformum sínum um hækkun fyrirtækjaskatts og fjárveitingu í innviðauppbyggingu. Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira