Forysta í verki Jóhannes Stefánsson skrifar 4. júní 2021 07:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jóhannes Stefánsson Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun