Forysta í verki Jóhannes Stefánsson skrifar 4. júní 2021 07:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jóhannes Stefánsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun