Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 16:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á í harðri baráttu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00