Mætast í þriðja sinn á einni viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 14:31 Hákon Daði Styrmisson og félagar í ÍBV mæta í Kaplakrika í kvöld. vísir/hulda margrét FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku. Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira