10 þúsund milljónir á 3 árum Vigdís Hauksdóttir skrifar 2. júní 2021 17:46 Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun