Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 08:01 Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira