Valur missti niður helming forskotsins: „Þetta er bara „deja vu““ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 14:01 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 15 mörk fyrir KA í gær og var öflugur á lokasprettinum sem gaf KA von. vísir/elín björg Valsmenn eru með fjögurra marka forskot gegn KA fyrir seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Forskotið væri enn meira ef KA hefði ekki náð góðum lokaspretti. Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira