Villta vestrið í áfengismálum eða lög og reglur um frjálsan markað? Ólafur Stephensen skrifar 2. júní 2021 11:30 Samkvæmt laganna hljóðan hefur Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (ÁTVR) einkarétt á smásölu áfengis á Íslandi. Í raun er þó farið að kvarnast býsna mikið úr ríkiseinokuninni. Um árabil hefur almenningur getað keypt áfengi af netverzlunum í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem hafa sent áfengi hingað til lands. Við lögmæti þeirrar verzlunar er að mati stjórnvalda ekkert að athuga. Vandinn er hins vegar að í henni hefur falizt augljóst ójafnræði gagnvart innlendum heildsölum og framleiðendum. Það þarf því engan að undra að innlendir aðilar hafi nú stigið það skref að bjóða upp á netverzlun með áfengi. Netverslanir og sala á framleiðslustað Það hefur annars vegar gerzt með því að innlendir aðilar selja áfengi á kennitölu fyrirtækis í öðru EES-ríki. Netverzlun Sante Wines reið nýlega á vaðið og hefur fengið mikla athygli. Hins vegar hafa íslenzk fyrirtæki boðið um nokkurt skeið upp á netsölu og heimsendingu á áfengi, algjörlega fyrir opnum tjöldum, án þess að gripið hafi verið inn í þann rekstur af hálfu stjórnvalda. Hér má nefna sem dæmi netsölu Steðja brugghúss í Borgarfirði og netverzlunina Bjórland. Fleiri dæmi eru um leiðir framhjá einokuninni. Það er opinbert leyndarmál að víða þar sem bjór er bruggaður, einkum og sér í lagi á landsbyggðinni, er ekki tiltökumál að kaupa nokkrar flöskur eða dósir og hafa með sér heim, þótt það sé ekki í samræmi við lagabókstafinn. Vínáhugamenn kaupa líka margir hverjir vín beint af fyrirtækjum sem flytja þau inn undir merkjum vínsmökkunarklúbba eða álíka. Allt viðgengst þetta átölulaust og án afskipta t.d. lögreglu, væntanlega vegna þess að lagabókstafurinn um ríkiseinokun á áfengissölu er kominn í flokk með fleiri lögum sem eru svo langt frá því að endurspegla siðferðisvitund almennings að engum dettur í hug að fara eftir þeim eða löggæzlustofnunum að framfylgja þeim. Áfengisauglýsingar Áfengisauglýsingar eru líka bannaðar á Íslandi samkvæmt laganna hljóðan. Áfengi er engu að síður auglýst í miklum mæli á erlendum sjónvarpsstöðvum, vefsíðum og í blöðum og tímaritum sem Íslendingar hafa óheftan aðgang að hér á landi. Á íþróttaviðburðum, sem íslenzkar sjónvarpsstöðvar sýna beint, er áfengi auglýst. En það eru reyndar eingöngu auglýsingar fyrir erlendar áfengistegundir, sem þannig eiga greiðan aðgang að íslenzkum neytendum. Innlendir framleiðendur mega enn búast við að gripið sé inn í ef auglýsing fyrir þeirra vöru birtist í blaði eða sjónvarpi. Armur laganna virðist hins vegar ekki hafa teygt sig í áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum sem reknir eru af alþjóðlegum fyrirtækjum, jafnvel þótt auglýsandinn sé innlendur. Villta vestrið Þetta er ástand sem er ekki líklegt til að ýta undir virðingu fólks fyrir lögunum. Þau segja að einkaaðilum sé bannað að selja fólki áfengi til að hafa með sér heim. Þau segja líka að ekki megi auglýsa áfengi. Hvorugt bannið virkar og hvorug reglan stenzt almennar skynsemiskröfur. Það þykir því ekki ámælisvert að brjóta gegn þessum reglum. Hin hliðin á peningnum er svo að vegna þess að lögin gera ráð fyrir að smásala einkaaðila á áfengi sé ekki til og ekki áfengisauglýsingar heldur, gilda engar reglur um þá starfsemi. Það er ástand sem kenna má við villta vestrið. Feimnin við stóra breytingu Undanfarin ár hafa ýmis þingmál verið flutt um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi. Þau hafa flest átt það sameiginlegt að taka aðeins á litlum hluta áfengismarkaðarins og búa þess vegna til ný vandamál um leið og átti að leysa önnur. Ástæðan fyrir því hefur virzt vera ótti flutningsmanna við að leggja eitthvað til sem túlka mætti sem stóra breytingu. Félag atvinnurekenda hefur í umsögnum til Alþingis um þessi frumvörp varað við því að samþykkja þau óbreytt og ítrekað lagt til heildstæða endurskoðun á áfengislöggjöfinni, með viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Undantekningin er reyndar frumvarp Teits Björns Einarssonar og fleiri þingmanna sem lagt var fram árið 2017, en þar var lagt til að afnema einkarétt ÁTVR og leggja niður ríkisvínbúðina, mælt með því að leyfa áfengisauglýsingar með skýrum skilyrðum og nauðsyn þess að breyta innheimtufyrirkomulagi áfengisgjalds undirstrikuð. Heildarendurskoðun er nauðsynleg Þetta eru einmitt þau atriði sem FA hefur lagt áherzlu á í sínum umsögnum um frumvörp til breytinga á áfengislögum. Það er nauðsynlegt að þetta þrennt haldist í hendur, að leyfa fleirum en ríkinu að selja áfengi, að auglýsingabann sem ekki virkar sé afnumið og innheimta áfengisgjalds verði líkari því sem gerist með virðisaukaskatt. Núverandi fyrirkomulag skattlagningarinnar er arfur ríkiseinokunarkerfisins og mikilvægt að breyta því um leið og viðskipti með áfengi yrðu eins og viðskipti með aðrar drykkjarvörur. FA hefur ítrekað sent ráðuneytum og Alþingi tillögur að því hvernig mætti breyta innheimtu áfengisgjalds og m.a. fengið skattasérfræðinga til að vinna úttekt á málinu. FA hefur líka ítrekað sent Alþingi drög að siðareglum um áfengisauglýsingar, sem allir áfengisframleiðendur og -innflytjendur í félaginu hafa lýst sig reiðubúna að fara eftir, en þar er m.a. kveðið á um að auglýsingar skuli ekki beinast að ungmennum. Vegna þess að núverandi löggjöf gengur út frá því að það séu engar áfengisauglýsingar, eru heldur engar reglur um hvernig þær skuli úr garði gerðar. Tillögur ráðherra um breytingar Á þessu kjörtímabili hefur dómsmálaráðherra haft áform um tvær breytingar á áfengislögunum, sem eru sama marki brenndar og mörg áðurnefnd þingmannafrumvörp um breytt sölufyrirkomulag; þær taka aðeins á hluta af markaðnum. Annars vegar var tillaga um kveða skýrt að orði um heimild einkaaðila til að stunda netverzlun með áfengi og hins vegar um heimild brugghúsa til að selja bjór á framleiðslustað. Í frumvarpsdrögum ráðherrans hefur verið gert ráð fyrir að reka ÁTVR áfram, þrátt fyrir að ljóst megi vera að skýr lagaheimild einkaaðila til að selja áfengi á netinu kippi rekstrargrundvellinum hratt undan stofnuninni. Þar hefur líka komið fram það mat dómsmálaráðuneytisins að áfengisauglýsingabannið virki ekki, en jafnframt hefur verið skýrt tekið fram að ekki standi til að ráðherra leggi til að það verði afnumið! Tillagan um heimild til sölu á netinu varð ekki að stjórnarfrumvarpi vegna andstöðu í þingflokkum stjórnarliðsins. Frumvarp ráðherra um heimild til sölu á framleiðslustað er orðin að frumvarpi, en þar er heimildin fráleitlega þröngt skilgreind, líklega vegna áðurnefnds ótta við að gera eitthvað sem talizt getur stór breyting í áfengismálum. Raunveruleikinn tekur fram úr Á sama tíma er raunveruleikinn búinn að taka rækilega fram úr vangaveltum stjórnmálamanna um hvað þeir eigi nú að leyfa mikla opnun á áfengismarkaðnum. Áfengi er selt á netinu. Áfengi er selt á framleiðslustað. Áfengi er auglýst í alþjóðlegum miðlum sem Íslendingar hafa greiðan aðgang að. Eins og áður sagði mun útbreidd netsala á áfengi kippa rekstrargrundvellinum hratt undan ÁTVR. Það er væntanlega ástæða þess að ríkisbúðin hefur sagt að hún hyggist kæra netverzlanirnar til lögreglu. Ekki hefur komið fram hvort kæran hafi verið send, en fyrirtæki sem velta fyrir sér að fara að fordæmi Sante Wines, Bjórlands o.fl. hugsa sig kannski um – enda er það væntanlega tilgangurinn. Er það ákæru- og dómsvaldið eða löggjafarvaldið sem markar stefnuna? Geri ÁTVR alvöru úr hótunum sínum gagnvart einkaaðilum verður uppi sú undarlega staða að það verður í raun í höndum ákæruvalds og dómstóla að kveða upp úr um hvernig áfengismarkaðurinn eigi að líta út. Stjórnmálamennirnir á Alþingi sitja áfram voða taugaóstyrkir á hliðarlínunni og þora ekki að hafa neina skoðun sem túlka má sem stóra breytingu á áfengislöggjöfinni. ÁTVR hefur iðulega tekið sér vald sem stofnuninni hefur aldrei verið fengið. Hún hefur t.d. tekið sér fyrir hendur að vera einhvers konar siðgæðisvörður og bannað „óviðeigandi“ umbúðir um áfengi, að ákveða hvenær jólavertíðin sé búin og þannig mætti áfram telja. Nú telur stofnunin sig eiga að hafa eftirlit með áfengislögunum. Ef ÁTVR telur lögin um starfsemi sína ekki nógu skýr, er nær að stofnunin leiti til löggjafarvaldsins en ákæruvaldsins; það er rökréttara og nærtækara úrræði. Stjórnmálamenn verða að takast á við verkefnið Þróunin á áfengismarkaðnum undanfarið þýðir að stjórnmálamennirnir geta ekki vikið sér undan því verkefni sínu að skapa áfengismarkaðnum viðunandi heildarumgjörð. Það er ekki sízt nauðsynlegt til þess að lagaramminn sé skýr og frumkvöðlar sem vilja fara nýjar leiðir eigi ekki yfir höfði sér kærur áfengiseinkasölunnar. Hér skal því ítrekuð enn einu sinni áskorun Félags atvinnurekenda til Alþingis og dómsmálaráðherrans: Það þarf að fara í heildarendurskoðun á rekstrarumhverfi áfengisframleiðslu og -verzlunar á Íslandi, þar með töldu sölufyrirkomulagi, reglum um auglýsingar og markaðssetningu, fjárhæð áfengisgjalda og innheimtu þeirra. Markmiðin eiga að vera viðskiptafrelsi, jafnræði, virk samkeppni og rekstrarhæfi fyrirtækja á áfengismarkaðnum rétt eins og öðrum mörkuðum. Um leið gefst færi á að setja reglur, sambærilegar og í öðrum atvinnugreinum, um starfsemi sem engar reglur eru til um í dag en viðgengst engu að síður, eins og t.d. netsölu áfengis og áfengisauglýsingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Verslun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt laganna hljóðan hefur Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (ÁTVR) einkarétt á smásölu áfengis á Íslandi. Í raun er þó farið að kvarnast býsna mikið úr ríkiseinokuninni. Um árabil hefur almenningur getað keypt áfengi af netverzlunum í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem hafa sent áfengi hingað til lands. Við lögmæti þeirrar verzlunar er að mati stjórnvalda ekkert að athuga. Vandinn er hins vegar að í henni hefur falizt augljóst ójafnræði gagnvart innlendum heildsölum og framleiðendum. Það þarf því engan að undra að innlendir aðilar hafi nú stigið það skref að bjóða upp á netverzlun með áfengi. Netverslanir og sala á framleiðslustað Það hefur annars vegar gerzt með því að innlendir aðilar selja áfengi á kennitölu fyrirtækis í öðru EES-ríki. Netverzlun Sante Wines reið nýlega á vaðið og hefur fengið mikla athygli. Hins vegar hafa íslenzk fyrirtæki boðið um nokkurt skeið upp á netsölu og heimsendingu á áfengi, algjörlega fyrir opnum tjöldum, án þess að gripið hafi verið inn í þann rekstur af hálfu stjórnvalda. Hér má nefna sem dæmi netsölu Steðja brugghúss í Borgarfirði og netverzlunina Bjórland. Fleiri dæmi eru um leiðir framhjá einokuninni. Það er opinbert leyndarmál að víða þar sem bjór er bruggaður, einkum og sér í lagi á landsbyggðinni, er ekki tiltökumál að kaupa nokkrar flöskur eða dósir og hafa með sér heim, þótt það sé ekki í samræmi við lagabókstafinn. Vínáhugamenn kaupa líka margir hverjir vín beint af fyrirtækjum sem flytja þau inn undir merkjum vínsmökkunarklúbba eða álíka. Allt viðgengst þetta átölulaust og án afskipta t.d. lögreglu, væntanlega vegna þess að lagabókstafurinn um ríkiseinokun á áfengissölu er kominn í flokk með fleiri lögum sem eru svo langt frá því að endurspegla siðferðisvitund almennings að engum dettur í hug að fara eftir þeim eða löggæzlustofnunum að framfylgja þeim. Áfengisauglýsingar Áfengisauglýsingar eru líka bannaðar á Íslandi samkvæmt laganna hljóðan. Áfengi er engu að síður auglýst í miklum mæli á erlendum sjónvarpsstöðvum, vefsíðum og í blöðum og tímaritum sem Íslendingar hafa óheftan aðgang að hér á landi. Á íþróttaviðburðum, sem íslenzkar sjónvarpsstöðvar sýna beint, er áfengi auglýst. En það eru reyndar eingöngu auglýsingar fyrir erlendar áfengistegundir, sem þannig eiga greiðan aðgang að íslenzkum neytendum. Innlendir framleiðendur mega enn búast við að gripið sé inn í ef auglýsing fyrir þeirra vöru birtist í blaði eða sjónvarpi. Armur laganna virðist hins vegar ekki hafa teygt sig í áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum sem reknir eru af alþjóðlegum fyrirtækjum, jafnvel þótt auglýsandinn sé innlendur. Villta vestrið Þetta er ástand sem er ekki líklegt til að ýta undir virðingu fólks fyrir lögunum. Þau segja að einkaaðilum sé bannað að selja fólki áfengi til að hafa með sér heim. Þau segja líka að ekki megi auglýsa áfengi. Hvorugt bannið virkar og hvorug reglan stenzt almennar skynsemiskröfur. Það þykir því ekki ámælisvert að brjóta gegn þessum reglum. Hin hliðin á peningnum er svo að vegna þess að lögin gera ráð fyrir að smásala einkaaðila á áfengi sé ekki til og ekki áfengisauglýsingar heldur, gilda engar reglur um þá starfsemi. Það er ástand sem kenna má við villta vestrið. Feimnin við stóra breytingu Undanfarin ár hafa ýmis þingmál verið flutt um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi. Þau hafa flest átt það sameiginlegt að taka aðeins á litlum hluta áfengismarkaðarins og búa þess vegna til ný vandamál um leið og átti að leysa önnur. Ástæðan fyrir því hefur virzt vera ótti flutningsmanna við að leggja eitthvað til sem túlka mætti sem stóra breytingu. Félag atvinnurekenda hefur í umsögnum til Alþingis um þessi frumvörp varað við því að samþykkja þau óbreytt og ítrekað lagt til heildstæða endurskoðun á áfengislöggjöfinni, með viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Undantekningin er reyndar frumvarp Teits Björns Einarssonar og fleiri þingmanna sem lagt var fram árið 2017, en þar var lagt til að afnema einkarétt ÁTVR og leggja niður ríkisvínbúðina, mælt með því að leyfa áfengisauglýsingar með skýrum skilyrðum og nauðsyn þess að breyta innheimtufyrirkomulagi áfengisgjalds undirstrikuð. Heildarendurskoðun er nauðsynleg Þetta eru einmitt þau atriði sem FA hefur lagt áherzlu á í sínum umsögnum um frumvörp til breytinga á áfengislögum. Það er nauðsynlegt að þetta þrennt haldist í hendur, að leyfa fleirum en ríkinu að selja áfengi, að auglýsingabann sem ekki virkar sé afnumið og innheimta áfengisgjalds verði líkari því sem gerist með virðisaukaskatt. Núverandi fyrirkomulag skattlagningarinnar er arfur ríkiseinokunarkerfisins og mikilvægt að breyta því um leið og viðskipti með áfengi yrðu eins og viðskipti með aðrar drykkjarvörur. FA hefur ítrekað sent ráðuneytum og Alþingi tillögur að því hvernig mætti breyta innheimtu áfengisgjalds og m.a. fengið skattasérfræðinga til að vinna úttekt á málinu. FA hefur líka ítrekað sent Alþingi drög að siðareglum um áfengisauglýsingar, sem allir áfengisframleiðendur og -innflytjendur í félaginu hafa lýst sig reiðubúna að fara eftir, en þar er m.a. kveðið á um að auglýsingar skuli ekki beinast að ungmennum. Vegna þess að núverandi löggjöf gengur út frá því að það séu engar áfengisauglýsingar, eru heldur engar reglur um hvernig þær skuli úr garði gerðar. Tillögur ráðherra um breytingar Á þessu kjörtímabili hefur dómsmálaráðherra haft áform um tvær breytingar á áfengislögunum, sem eru sama marki brenndar og mörg áðurnefnd þingmannafrumvörp um breytt sölufyrirkomulag; þær taka aðeins á hluta af markaðnum. Annars vegar var tillaga um kveða skýrt að orði um heimild einkaaðila til að stunda netverzlun með áfengi og hins vegar um heimild brugghúsa til að selja bjór á framleiðslustað. Í frumvarpsdrögum ráðherrans hefur verið gert ráð fyrir að reka ÁTVR áfram, þrátt fyrir að ljóst megi vera að skýr lagaheimild einkaaðila til að selja áfengi á netinu kippi rekstrargrundvellinum hratt undan stofnuninni. Þar hefur líka komið fram það mat dómsmálaráðuneytisins að áfengisauglýsingabannið virki ekki, en jafnframt hefur verið skýrt tekið fram að ekki standi til að ráðherra leggi til að það verði afnumið! Tillagan um heimild til sölu á netinu varð ekki að stjórnarfrumvarpi vegna andstöðu í þingflokkum stjórnarliðsins. Frumvarp ráðherra um heimild til sölu á framleiðslustað er orðin að frumvarpi, en þar er heimildin fráleitlega þröngt skilgreind, líklega vegna áðurnefnds ótta við að gera eitthvað sem talizt getur stór breyting í áfengismálum. Raunveruleikinn tekur fram úr Á sama tíma er raunveruleikinn búinn að taka rækilega fram úr vangaveltum stjórnmálamanna um hvað þeir eigi nú að leyfa mikla opnun á áfengismarkaðnum. Áfengi er selt á netinu. Áfengi er selt á framleiðslustað. Áfengi er auglýst í alþjóðlegum miðlum sem Íslendingar hafa greiðan aðgang að. Eins og áður sagði mun útbreidd netsala á áfengi kippa rekstrargrundvellinum hratt undan ÁTVR. Það er væntanlega ástæða þess að ríkisbúðin hefur sagt að hún hyggist kæra netverzlanirnar til lögreglu. Ekki hefur komið fram hvort kæran hafi verið send, en fyrirtæki sem velta fyrir sér að fara að fordæmi Sante Wines, Bjórlands o.fl. hugsa sig kannski um – enda er það væntanlega tilgangurinn. Er það ákæru- og dómsvaldið eða löggjafarvaldið sem markar stefnuna? Geri ÁTVR alvöru úr hótunum sínum gagnvart einkaaðilum verður uppi sú undarlega staða að það verður í raun í höndum ákæruvalds og dómstóla að kveða upp úr um hvernig áfengismarkaðurinn eigi að líta út. Stjórnmálamennirnir á Alþingi sitja áfram voða taugaóstyrkir á hliðarlínunni og þora ekki að hafa neina skoðun sem túlka má sem stóra breytingu á áfengislöggjöfinni. ÁTVR hefur iðulega tekið sér vald sem stofnuninni hefur aldrei verið fengið. Hún hefur t.d. tekið sér fyrir hendur að vera einhvers konar siðgæðisvörður og bannað „óviðeigandi“ umbúðir um áfengi, að ákveða hvenær jólavertíðin sé búin og þannig mætti áfram telja. Nú telur stofnunin sig eiga að hafa eftirlit með áfengislögunum. Ef ÁTVR telur lögin um starfsemi sína ekki nógu skýr, er nær að stofnunin leiti til löggjafarvaldsins en ákæruvaldsins; það er rökréttara og nærtækara úrræði. Stjórnmálamenn verða að takast á við verkefnið Þróunin á áfengismarkaðnum undanfarið þýðir að stjórnmálamennirnir geta ekki vikið sér undan því verkefni sínu að skapa áfengismarkaðnum viðunandi heildarumgjörð. Það er ekki sízt nauðsynlegt til þess að lagaramminn sé skýr og frumkvöðlar sem vilja fara nýjar leiðir eigi ekki yfir höfði sér kærur áfengiseinkasölunnar. Hér skal því ítrekuð enn einu sinni áskorun Félags atvinnurekenda til Alþingis og dómsmálaráðherrans: Það þarf að fara í heildarendurskoðun á rekstrarumhverfi áfengisframleiðslu og -verzlunar á Íslandi, þar með töldu sölufyrirkomulagi, reglum um auglýsingar og markaðssetningu, fjárhæð áfengisgjalda og innheimtu þeirra. Markmiðin eiga að vera viðskiptafrelsi, jafnræði, virk samkeppni og rekstrarhæfi fyrirtækja á áfengismarkaðnum rétt eins og öðrum mörkuðum. Um leið gefst færi á að setja reglur, sambærilegar og í öðrum atvinnugreinum, um starfsemi sem engar reglur eru til um í dag en viðgengst engu að síður, eins og t.d. netsölu áfengis og áfengisauglýsingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar