Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2021 18:30 Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“ Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“
Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira