Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2021 18:30 Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“ Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“
Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira