Kópavogur hefur ekki innleitt Barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 1. júní 2021 11:00 Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Kópavogur Réttindi barna Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
(1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun