Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 17:43 Hughes Van Ellis Sr., Lessie Benningfield Randle og Viola Fletcher leiða skrúðgöngu til minningar um fjöldamorðið í Tulsa. AP Photo/Sue Ogrocki Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira