„Bæta þarf gæði gagna!“ Erna Bjarnadóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar