„Bæta þarf gæði gagna!“ Erna Bjarnadóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun