Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Fjölnir Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun