Annað valdaránið á tíu mánuðum var gert í Malí á dögunum og varar Macron við því að öfgaíslamistar séu að ná víðtækari tökum í ríkinu.
Um fimm þúsund franskir hermenn eru staðsettir á Sahel svæðinu í Malí sem er talið eitt helsta áhrifasvæði öfgaíslamista. Franski herinn hefur verið staðsettur víða í Vestur-Afríku frá árinu 2013, með það að markmiði að aðstoða heri við að berjast gegn öfgahópum Íslamista, þar á meðal í Malí, Máritaníu, Níger, Búrkína Fasó og Chad.
Macron sagði í samtali við franska dagblaðið Jounal du Dimanche að hann hafi lýst því yfir við leiðtoga Malí að Frakkland muni ekki standa við bakið á ríkjum sem fylgi lýðræðislegum valdaskiptum eftir. Frakkland hygðist þá ekki halda hersveitum sínum í Afríku til frambúðar.
Frakkland hefur í áratugi veitt fyrrverandi nýlendum sínum í Afríku hernaðaraðstoð og hafa reglulega sent þangað hersveitir til að berjast gegn uppreisnarhópum.