Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu við Vísi. Hann segist ekki vita hvað varð til þess að bíllinn valt á hliðina en enginn árekstur varð við annan bíl.
Af mynd sem Vísir fékk senda í kvöld af bílnum á hliðinni má sjá dæld í vegriði við hlið bílsins og ekki ólíklegt að hann hafi rekist utan í það og sá árekstur síðan valdið veltunni.
Varðstjóranum þykir ólíklegt að þeir tveir sem voru í bílnum verði fluttir á sjúkrahús en báðir stóðu þeir upp eftir slysið og eru ekki mjög meiddir, í mesta falli með minniháttar meiðsl.