Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 23:50 Joe Biden vill hækka útgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar á næsta ári til þess að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og styrkingu velferðarkerfisins. AP/Evan Vucci Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira