Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 23:50 Joe Biden vill hækka útgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar á næsta ári til þess að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og styrkingu velferðarkerfisins. AP/Evan Vucci Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira