Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 08:49 Samuel Cassidy mun hafa hlíft sumum af samstarfsmönnum sínum en skotið aðra. Vísir/AP Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín. Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13