Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2021 23:13 Guðbergur Bergsson rithöfundur smalaði kúm í Nátthaga á æskuárum í Ísólfsskála. Núna sér hann hraunið fara yfir átthagana. Egill Aðalsteinsson Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01