Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 08:54 Íbúi Texas með skammbyssu á mótmælafundi gegn lögum um byssueign í Austin árið 2015. AP/ERic Gay Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira