Patrekur: Örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2021 18:15 Patreki Jóhannessyni fannst ekki mikið til spilamennsku Stjörnunnar gegn Þór koma. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á Þór, 27-23, í dag en fannst spilamennska sinna manna slök. „Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52