Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 13:48 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent