Þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 09:01 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í Olís deild karla sem og Barein sem er á leiðinni á Ólympíuleikana í sumar. Vísir/Vilhelm Næst síðasta umferðin í Olís-deild karla í handbolta verður leikin í dag. Haukar hafa haft yfirburði til þessa í deildarkeppninni, en hvers vegna? Gaupi fór á stúfana og ræddi við Aron Kristjánsson, þjálfara liðsins um gott gengi þess á leiktíðinni. „Ég held fyrst og fremst að við höfum æft mjög vel. Æfðum mjög vel í sumar og undirbjuggum okkur mjög vel inn í tímabilið. Bæði líkamlega og svo höfum við unnið af krafti er varðar taktík í gegnum allan veturinn. Svo er þessi einbeiting, hún skiptir máli. Að menn séu alltaf einbeittir fyrir næsta leik, það er auðvelt að slaka á þegar maður er búinn að vinna 3-4 leiki í röð,“ sagði Aron og hélt svo áfram. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið í heild sinni. „Við höfum náð að halda þessari einbeitingu og þessum sigurvilja. Liðsheildin hefur verið sterk, það hafa margir leikmenn komið að verkefninu. Margir leikmenn hafa verið að spila og við höfum dreift álaginu vel. Ég tel að liðsheildin skipti miklu máli í þessu.“ Varðandi breidd Hauka liðsins „Það hefur gengið vel [að nýta breiddina]. Erum bæði með eldri og reyna leikmenn og yngri og óreyndari en efnilega stráka. Mér finnst hafa gengið vel að blanda þessu saman og fá vissa orku í gegnum liðið með því að nota marga menn.“ Um úrslitakeppnina „Það er þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu þar sem við höfum þurft að vera byrja og stoppa út af Covid-19. Það er sérstakt að fá ekki meiri sigurlaun að vinna deildina eða vera ofarlega í deildinni þegar þú ferð í úrslitakeppnina. Hún er með sérstöku sniði í ár, svona Evrópu-fyrirkomulagi, þar sem bæði liðin fá einn heimaleik. Þetta er leiðin til að klára mótið og við tökum því bara og stefnum á sigur.“ „Þetta er búið að vera skrítið mót. Höfum þurft að stoppa oft og ég hef fundið hjá mér að þegar við stoppum svona lengi er maður liggur við að byrja upp á nýtt. Liðið þarf að vera snöggt að ná tökunum á hlutunum aftur og svo er það viss galdur hvernig þú æfir í þessum stoppum. Mátt ekki vera inn í íþrótta- eða lyftingasal og þá reynir á hvernig maður æfir og hvernig álagið er.“ Aron segir að það séu lið sem geti skákað Haukum í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. „Mótið hefur verið ótrúlega jafnt fyrir utan kannski að við höfum náð að síga fram úr og sýnt mikinn stöðugleika. Svo hefur ÍR verið á hinum endanum og ekki tekið nein stig. Fyrir utan þessi tvö lið hefur mótið verið ótrúlega jafnt. Stigataflan lýgur ekki um það, það er stutt frá 2. til 3. sæti niður í 8. eða 9. sæti. Mér finnst nokkur af þessum liðum vera gífurlega hættuleg í úrslitakeppninni, og það er ekki bara eitt heldur þrjú eða fjögur.“ Aron fer til Barein að loknu tímabilinu hér á landi „Það er mikið að gera. Ég get sagt það að mótið hefur dregist aðeins á langinn en það er bara skemmtilegt að geta klárað mótið og nú byrjar skemmtileg úrslitakeppni. Þó margir séu farnir að veiða og fara í golf og svo framvegis þá erum við inn í íþróttahúsunum að undirbúa okkur fyrir alvöru leiki.“ „Ég átti að vera mættur 10. júní til Barein en það er sæmilegur skilningur fyrir því að ég komi bara fyrir síðasta leik,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum en hann mun stýra liði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í sumar. Klippa: Viðtal við Aron Kristjánsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Haukar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira
„Ég held fyrst og fremst að við höfum æft mjög vel. Æfðum mjög vel í sumar og undirbjuggum okkur mjög vel inn í tímabilið. Bæði líkamlega og svo höfum við unnið af krafti er varðar taktík í gegnum allan veturinn. Svo er þessi einbeiting, hún skiptir máli. Að menn séu alltaf einbeittir fyrir næsta leik, það er auðvelt að slaka á þegar maður er búinn að vinna 3-4 leiki í röð,“ sagði Aron og hélt svo áfram. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið í heild sinni. „Við höfum náð að halda þessari einbeitingu og þessum sigurvilja. Liðsheildin hefur verið sterk, það hafa margir leikmenn komið að verkefninu. Margir leikmenn hafa verið að spila og við höfum dreift álaginu vel. Ég tel að liðsheildin skipti miklu máli í þessu.“ Varðandi breidd Hauka liðsins „Það hefur gengið vel [að nýta breiddina]. Erum bæði með eldri og reyna leikmenn og yngri og óreyndari en efnilega stráka. Mér finnst hafa gengið vel að blanda þessu saman og fá vissa orku í gegnum liðið með því að nota marga menn.“ Um úrslitakeppnina „Það er þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu þar sem við höfum þurft að vera byrja og stoppa út af Covid-19. Það er sérstakt að fá ekki meiri sigurlaun að vinna deildina eða vera ofarlega í deildinni þegar þú ferð í úrslitakeppnina. Hún er með sérstöku sniði í ár, svona Evrópu-fyrirkomulagi, þar sem bæði liðin fá einn heimaleik. Þetta er leiðin til að klára mótið og við tökum því bara og stefnum á sigur.“ „Þetta er búið að vera skrítið mót. Höfum þurft að stoppa oft og ég hef fundið hjá mér að þegar við stoppum svona lengi er maður liggur við að byrja upp á nýtt. Liðið þarf að vera snöggt að ná tökunum á hlutunum aftur og svo er það viss galdur hvernig þú æfir í þessum stoppum. Mátt ekki vera inn í íþrótta- eða lyftingasal og þá reynir á hvernig maður æfir og hvernig álagið er.“ Aron segir að það séu lið sem geti skákað Haukum í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. „Mótið hefur verið ótrúlega jafnt fyrir utan kannski að við höfum náð að síga fram úr og sýnt mikinn stöðugleika. Svo hefur ÍR verið á hinum endanum og ekki tekið nein stig. Fyrir utan þessi tvö lið hefur mótið verið ótrúlega jafnt. Stigataflan lýgur ekki um það, það er stutt frá 2. til 3. sæti niður í 8. eða 9. sæti. Mér finnst nokkur af þessum liðum vera gífurlega hættuleg í úrslitakeppninni, og það er ekki bara eitt heldur þrjú eða fjögur.“ Aron fer til Barein að loknu tímabilinu hér á landi „Það er mikið að gera. Ég get sagt það að mótið hefur dregist aðeins á langinn en það er bara skemmtilegt að geta klárað mótið og nú byrjar skemmtileg úrslitakeppni. Þó margir séu farnir að veiða og fara í golf og svo framvegis þá erum við inn í íþróttahúsunum að undirbúa okkur fyrir alvöru leiki.“ „Ég átti að vera mættur 10. júní til Barein en það er sæmilegur skilningur fyrir því að ég komi bara fyrir síðasta leik,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum en hann mun stýra liði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í sumar. Klippa: Viðtal við Aron Kristjánsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Haukar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira