Fyrri leikur liðanna var nokkuð jafn en Börsungar unnu með fjórum mörkum og voru í fínum málum fyrir leik kvöldsins.
Leikur kvöldsins var ekki alveg jafn spennandi en Börsungar voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu leikinn með 12 mörkum, lokatölur 40-28.
FULL TIME! // FINAL!
— Barça Handbol (@FCBhandbol) May 20, 2021
El Barça supera l eliminatòria contra el Meshkov Brest i es classifica per a la #EHFFINAL4 ! // ¡Nuevo triunfo y acceso a la Final4 de Colonia!
40-28
#HandbolLive #EHFCL pic.twitter.com/DV1TLyjbEt
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar.
Barcelona þar með komið í undanúrslit ásamt Álaborg, París Saint-Germain og Nantes.