Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 16:20 Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi við fjölmiðla við Antonov An-222 Mriya flugvél, stærstu flugvél heims, í dag. AP/Efrem Lukatskí Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt. Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31