Vextir og vaxtaverkir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. maí 2021 15:00 Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Neytendur Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun