Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2021 12:26 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira