Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2021 12:26 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira