Umdeild fjölmiðlasamsteypa semur við Facebook Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 22:00 Axel Springer er stærsti útgefandi í Þýskalandi og hefur nú samið við sölu á efni til Facebook News. Getty/Kay Nietfeld Þýska fjölmiðlasamsteypan Axel Springer Verlag tilkynnti í gær um umfangsmikinn dreifingarsamning við samfélagsmiðilinn Facebook, nokkru eftir að aðrir þýskir fjölmiðlar gerðu áþekka samninga við miðilinn. Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira