Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2021 18:01 Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“ Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“
Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00