Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. maí 2021 17:10 Advania dró regnbogafánann að húni við Höfða þegar Mike Pence heimsótti húsið. visir/Vilhelm Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986. Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986.
Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34