Föngum gert að velja á milli aftökusveitar eða rafmagnsstóls Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:52 Rafmagnsstóll Suður-Karólínu í Columbus. Hann gæti bráðlega verið tekinn í notkun eftir nokkuð hlé. AP/Kinard Lisbon/Fangelsismálastjórn Suður-Karólínu Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur. Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira