Föngum gert að velja á milli aftökusveitar eða rafmagnsstóls Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:52 Rafmagnsstóll Suður-Karólínu í Columbus. Hann gæti bráðlega verið tekinn í notkun eftir nokkuð hlé. AP/Kinard Lisbon/Fangelsismálastjórn Suður-Karólínu Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur. Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira