Tveir bæir bætast á garnaveikilista Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 14:00 Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Vísir/Vilhelm Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn. Á vef MAST segir að bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Barká í Tröllaskagahólfi hefur sömuleiðis bæst á garnaveikilistann þar sem bólusetning á bænum hafi verið vanrækt þó að sjúkdómurinn hafi ekki greinst þar. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem eru á lista yfir garnaveiki gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. „Tilfellið á Lindarbrekku uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákætt en hitt neikvætt. Jákvæða sýnið var úr kind sem var 2,5 vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau reyndust neikvæð. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hans eru hægfara vanþrif, stundum með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp í getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Það eru smitaðar kindur án einkenna sem skilja út mikið af smitefninu. Meðgöngutími í sauðfé og geitum er 1-2 ár eða lengri. Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í 1- 1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Slík lömb eru óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið. Dýraheilbrigði Hörgársveit Múlaþing Landbúnaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Á vef MAST segir að bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Barká í Tröllaskagahólfi hefur sömuleiðis bæst á garnaveikilistann þar sem bólusetning á bænum hafi verið vanrækt þó að sjúkdómurinn hafi ekki greinst þar. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem eru á lista yfir garnaveiki gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. „Tilfellið á Lindarbrekku uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákætt en hitt neikvætt. Jákvæða sýnið var úr kind sem var 2,5 vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau reyndust neikvæð. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hans eru hægfara vanþrif, stundum með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp í getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Það eru smitaðar kindur án einkenna sem skilja út mikið af smitefninu. Meðgöngutími í sauðfé og geitum er 1-2 ár eða lengri. Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í 1- 1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Slík lömb eru óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið.
Dýraheilbrigði Hörgársveit Múlaþing Landbúnaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira