Ekki alvöru liðsheild hjá þungum og pirruðum Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 14:02 Valsmenn hafa valdið vonbrigðum í vetur. vísir/vilhelm Vandræði Valsmanna voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gær. Valur tapaði fyrir Stjörnunni, 31-28, í Olís-deild karla á laugardaginn og eftir leikinn talaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um pirring í sínu liði. „Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25