Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 10:52 Lögmenn Navalní með gögnin sem saksóknari lagði fram fyrir utan dómshús í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18