Hætta ekki að skima bólusetta ferðamenn eða þá með mótefni á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 08:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill lítið tjá sig um hvernig næsti vetur verði. Hann vilji láta sumarið líta, en bendir á að ýmislegt gæti gerst og hlutirnir breyst hratt. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að hætta á næstunni að skima ferðamenn á landamærum sem eru bólusettir eða eru með mótefni. Enn sé verið að greina bólusetta einstaklinga á landamærunum með veiruna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira