Konan tók þátt í SuperLotto í Kaliforníu og keypti miða sinn í matvöruverslun í Norwalk, úthverfi Los Angeles í nóvember síðastliðinn.
BBC segir frá því að myndir úr öryggismyndavél verslunarinnar sýni að konan hafi sannarlega keypt lottómiða í versluninni, en frestur til að sækja vinninginn rann út í gær, hálfu ári eftir útdráttinn.
Haft er eftir starfsmanni verslunarinnar í Norwalk þar sem vinningsmiðinn var keyptur, að konan hafi heimsótt verslunina á miðvikudaginn og sagst vera hinn eini sanni vinningshafi. Konan hafi týnt miðanum og óttaðist að hún hafi fyrir mistök sett hann í þvott og miðinn þannig eyðst.
Talsmaður lottósins segir að myndskeið úr öryggismyndavélinni væri ekki nóg til að sanna að konan væri handhafi vinningsmiðans. Forsvarsmenn lottósins væru þó að rannsaka myndefnið nánar.
Fari svo að enginn fái vinningsupphæðina verður henni dreift milli skóla í Kaliforníu.
Vinningstölurnar í umræddu lottói voru 23, 36, 12, 31, 13 og svo ofurtalan 10.