Leitar sameiginlegra flata um framtíð hálendisvega Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2021 23:23 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri á málþingi Vegagerðarinnar um þjóðvegi á hálendinu. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin leitar nú málamiðlana milli þeirra sjónarmiða hvort ráðast eigi í uppbyggingu hálendisvega með bundnu slitlagi eða hvort halda eigi þeim sem mest óbreyttum sem jeppavegum. Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06
Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40