Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:28 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti í dag að nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað. Vísir/Vilhelm Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. „Það verður gengið frá því í dag að 2.500 störf fara í auglýsingu, það er sem sagt búið að skapa þessi 2.500 störf. Þau munu skiptast niður á sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, sem er í fyrsta skipti, og síðan líka störf fyrir iðnnema vegna þess að þeim hefur gengið erfiðlega við að fá samninga,“ sagði Ásmundur Einar eftir ríkisstjórnarfund í dag. Alls hafa 8.700 störf verið skráð í átakinu, 1.700 störfum meira en stefnt var að, og hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar áður. „Það er gríðarlega ánægjulegt. Síðan erum við tilbúin til þess að ef fyllist í þessi sumarstörf munum við fara strax, þegar líður nær mánaðamótum, að skapa fleiri störf af því að markmiðið er að skapa störf fyrir alla þá námsmenn sem þarfnast vinnu í sumar,“ segir Ásmundur. Klippa: 2.500 störfum fyrir námsmenn úthlutað Með hverjum námsmanni, 18 ára og eldir, sem ráðinn er til starfa með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ráðningatímabilið eru tveir og hálfur mánuður og hefur Vinnumálastofnun opnað fyrir umsóknir á þeim störfum sem stofnunin auglýsir. „Fjöldinn er metinn miðað við reynsluna frá síðasta ári af því að við sköpuðum 3000 störf í fyrra, það fyllist ekki í öll þau störf þannig að það var ákveðið að fara í 2.500 að þessu sinni en lengja tímabilið úr tveimur mánuðum í tvo og hálfan mánuð. En við erum tilbúin, um leið ef það fyllist í þessi störf, þá munum við skapa fleiri störf,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Það verður gengið frá því í dag að 2.500 störf fara í auglýsingu, það er sem sagt búið að skapa þessi 2.500 störf. Þau munu skiptast niður á sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, sem er í fyrsta skipti, og síðan líka störf fyrir iðnnema vegna þess að þeim hefur gengið erfiðlega við að fá samninga,“ sagði Ásmundur Einar eftir ríkisstjórnarfund í dag. Alls hafa 8.700 störf verið skráð í átakinu, 1.700 störfum meira en stefnt var að, og hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar áður. „Það er gríðarlega ánægjulegt. Síðan erum við tilbúin til þess að ef fyllist í þessi sumarstörf munum við fara strax, þegar líður nær mánaðamótum, að skapa fleiri störf af því að markmiðið er að skapa störf fyrir alla þá námsmenn sem þarfnast vinnu í sumar,“ segir Ásmundur. Klippa: 2.500 störfum fyrir námsmenn úthlutað Með hverjum námsmanni, 18 ára og eldir, sem ráðinn er til starfa með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ráðningatímabilið eru tveir og hálfur mánuður og hefur Vinnumálastofnun opnað fyrir umsóknir á þeim störfum sem stofnunin auglýsir. „Fjöldinn er metinn miðað við reynsluna frá síðasta ári af því að við sköpuðum 3000 störf í fyrra, það fyllist ekki í öll þau störf þannig að það var ákveðið að fara í 2.500 að þessu sinni en lengja tímabilið úr tveimur mánuðum í tvo og hálfan mánuð. En við erum tilbúin, um leið ef það fyllist í þessi störf, þá munum við skapa fleiri störf,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira