„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira