Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:49 Frá skrifstofum Washington Post. Dómsmálaráðuneytið fékk afhent gögn um símanotkun þriggja blaðamanna blaðsins í tengslum við rannsókn á leka á upplýsingum. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar. Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira